ER

Golfvallahönnuður og ráðgjafi

Edwin Roald

Hvers vegna við eigum að vinna saman

Góð hönnun er forsenda þess að golfvöllur geti orðið hagkvæmur í rekstri, að hann veki hrifningu notandans, höfði til sem flestra viðskiptavina, og að golfleikurinn verði aðgengilegt og aðlaðandi form heilsusamlegrar afþreyingar og útivistar. Með góðum vilja og undirbúningi er vel hægt að nýta sveigjanlegt form golfvalla sem frumkvæði að því að lagfæra og endurheimta skemmt land, s.s. námur og sorpurðunarsvæði, og deila því með fleiri hagsmunaaðilum svo úr verði fjölnota útivistarsvæði. Úr verður alhliða samfélagsverkefni með skírskotun í allar þrjár stoðir hugmyndafræðinnar um sjálfbærni, þ.e. umhverfislegan, samfélagslegan og ekki síst efnahagslegan ávinning. Viljir þú vinna á þessum nótum, þá eigum við að geta unnið vel saman.

Sterkari leyfisumsóknir

Lægri byggingarkostnaður

Minni rekstrarútgjöld

Vel undirbúin verkefni með augljósum ávinningi fyrir umhverfi og samfélag eiga betri möguleika á að komast hratt og örugglega í gegnum skipulagsferil. Þetta sparar tíma og fjármuni.

Sú nálgun að laga völlinn að landinu, en ekki öfugt, dregur úr umfangi jarðvinnu. Kostnaður verður lægri fyrir vikið. Vandamálin eru hönnuð burt og sjaldnar leyst með flóknum framkvæmdum.

Völlurinn er hannaður til að auðvelda viðhald sem mest. Hægt er tryggja að öll grassvæði megi slá með afkastamiklum ásetuvélum. Einnig má draga úr líkum á vetrarskaða og álagsskemmdum.

Blönduð landnotkun

Heilsubót við allra hæfi

Ábyrg auðlindanotkun

Höfðaðu til allra hagsmunaaðila með því að blanda saman ólíkum landnotum, t.d. almennri útivist. Aukin umferð skilar meiri viðsiptum. Meiri sýnileiki. Bætt ímynd.

Varpaðu ljósi á heilnæmi golfleiksins. Beita má ýmsum leiðum til að gera völlinn auðveldari á fótinn og stuðla að því að fólk á öllum aldri geti notið hans gangandi.

Finndu leiðir til að draga sem mest úr flatarmáli sleginna svæða án þess að gera leik á honum of erfiðan og tefja leik. Með þessu minnka rekstrarútgjöld.

Vertu sýnilegri

Legðu þitt af mörkum

Frumleiki og sérstaða

Fáðu viðurkenningu fyrir vinnu þína í þágu sjálfbærni og umhverfisverndar með því að sækjast eftir GEO-vottun.

Sýndu fram á gagnsemi golfvalla með því að vinna skipulega að því að vernda lífríki og styrkja vistkerfi á og við golfvöllinn.

Náttúran nýtur vafans og ræður ferðinni. Ekki berjast gegn náttúruöflunum. Nýttu þér þau og njóttu góðs af sérstöðunni.

Á þetta við um völlinn minn?

Nýlegar framkvæmdir

Haltu músarhnappnum
niðri og dragðu til hliðar

Fyrir & eftir

7. braut á Sigló, par-3

Þjónusta

Hönnun nýrra golfvalla
og tengd ráðgjöf

Eldri golfvellir

GEO sjálfbærnivottanir & aðstoð
við vottunarumsóknir

HEILDARTEIKNING

SKIPULAGSFERILL &
LEYFISUMSÓKNIR

VERKLÝSINGAR
& MAGNSKRÁR

HUGMYND

VÍGSLA

LANDNOTKUN &
HUGMYNDAFRÆÐI

KOSTNAÐARMAT & TÍMARAMMI

ÍTARLEGAR
VINNUTEIKNINGAR

EFTIRLIT Á
VERKSTAÐ

FRAMKVÆMDIR AF
ÖLLUM STÆRÐARGRÁÐUM

 

Hönnun, undirbúningur og eftirfylgni við ýmsar breytingar á golfvöllum, stórum sem smáum í sniðum, t.d. hönnun nýrra flata, teiga eða torfæra.

ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝNAR

FYRIR GOLFVÖLLINN

 

Eru skiptar skoðanir í klúbbnum þínum um það hvernig best er að þróa golfvöllinn til framtíðar? Við slíkar aðstæður getur margborgað sig að kalla til fagaðila til að aðstoða við að beina umræðum á réttar brautir.

VALLARÚTTEKTIR
OG SKÝRSLUR

 

Fáðu alhliða heildarúttekt á golfvellinum, þar sem tilgreindir eru styrkleikar, veikleikar, tækifæri og vandamál eftir vettvangsheimsókn  og samtöl við vinnuhóp golfklúbbsins.

HVAÐ SJÁLFBÆRNI ÞÝÐIR
Í RAUN OG VERU

 

Það að vinna samkvæmt hugmyndafræðinni um sjálfbærni merkir einfaldlega að taka taka daglegar ákvarðanir út frá ákveðnum forsendum þar sem leitast er við að ná fram samlegðaráhrifum með efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum ávinningi.

ÚTTEKTIR VEGNA
VOTTUNAR GEO UM SJÁLFBÆRNI

 

Edwin Roald er með réttindi til að framkvæma vottanir samkvæmt GEO Certified-sjálfbærnivottunarkerfinu, sem hannað er til að höfða til golfklúbba af öllum stærðargráðum og hvetja þá til að koma auga á tækifæri til spara fjármuni, minnka orkunotkun og leggja meira af mörkum til samfélagsins, svo dæmi séu nefnd.

AÐSTOÐ VIÐ GERÐ GEO
VOTTUNARUMSÓKNA

 

Hvers kyns aðstoð er í boði til að liðsinna golfklúbbum við gerð vottunarumsókna vegna GEO Certified-sjálfbærnivottunarinnar.

Verkefni

Nýir golfvellir &
stækkunarverkefni

Breytingar á
eldri golfvöllum

Sjálfbærnivottun
GEO Certified

Verkefni í
fjármögnun o.fl.

7th hole at Siglo golf course under construction, Siglufjörður, Iceland Photo of 1st hole at Brautarholt Golf Course in Reykjavik, Iceland. Designed by Edwin Roald. Photo by Friðþjófur Helgason (Fridthjofur Helgason) Photo of the 5th hole at Kjölur (Kjolur) Golf Club in Mosfellsbær, Iceland. Golf course extension designed by Edwin Roald. Photo by Edwin Roald. Par-3 3rd hole at Geysir Golf Course in Iceland, designed by Edwin Roald. Photo by Edwin Roald.

Nýr 9-holna golfvöllur, æfingasvæði og almennt útivistarsvæði, sem liggur að hluta til í gömlu malarnámi.

Vallarskipulag fyrir 18 holur.
Níu holur opnaðar 2012.
Fleiri holur fyrirhugaðar.

Stækkun úr níu holum í átján með hönnun níu nýrra golfbrauta ásamt göngu- og reiðstígum á Blikastaðanesi. Gert ráð fyrir nýju klúbbhúsi, æfingasvæði og áhaldahúsi.

Nýr 9-holna golfvöllur byggður þar sem meginmarkmið var að halda umhverfisáhrifum í lágmarki. Einn maður getur slegið völlinn á einum degi. Engin vökvun.

Fá meiri upplýsingar

New par-3 golf hole at Thorlakshofn in Iceland, designed by Edwin Roald.
4th hole at Akureyri Golf Club, Iceland, remodelled by Edwin Roald.

Þorlákshöfn

Akureyri

Staðsetning og hönnun þriggja nýrra brauta vegna sandburðar við sjávarkambinn. Þróun framtíðarskipulags.

Endurskipulagning golfvallar. Allar flatir endurbyggðar á árunum 2004-2014.
Staðsetning tveggja nýrra brauta og nýs æfingasvæðis.

Fá meiri upplýsingar

Photo of the 9th hole at Keilir Golf Club in Iceland, verified for the GEO Certified ecolabel by Edwin Roald. Photo by Edwin Roald.
Photo from the Ness golf course, or Nesklúbburinn in Iceland. Verified for GEO Certified ecolabel by Edwin Roald. Photo by Fridthofur Helgason.

Golfklúbburinn Keilir

Nesklúbburinn

Plan of the proposed Batumi Golf Resort by Edwin Roald.
Plan of the Borg golf course in Iceland, under construction, designed by Edwin Roald

Kirkjuhvammur

Batumi

Borg

Hvammstanga

 

Nýr 9-holna golfvöllur
og útivistarsvæði.

Ajara, Georgíu

 

Nýr 18-holna golfvöllur, útivistarsvæði, hótel og byggðarklasar.

Grímsnesi

 

Nýr 18-holna golfvöllur
og æfingasvæði.

Fá meiri upplýsingar

Félagsaðildir, verðlaun & viðurkenningar

European Institute of Golf Course Architects, EIGCA, logo in png format Logo for Golf Environment Sustainability Associate

Félagi síðan 2002 -
er í umhverfisnefnd.

Viðurkenndur úttektaraðili
fyrir GEO Certified-sjálfbærnivottunina

Green Planet Architects-verðlaunin 2014 fyrir sjálbæra hönnun

Um Edwin Roald

Golfvallahönnuður, sjálfbærni- og umhverfisráðgjafi og
viðurkenndur úttektaraðili fyrir GEO Certified-sjálfbærnivottunina.

 

info@edwinroald.com

edwinroald.com

 

Sími: +354 693 0075

© Edwin Roald 2015

Submitting Form...

The server encountered an error.

Form received.

Submitting Form...

The server encountered an error.

Form received.